

Rækja (Mynd af vef Ramma hf.)
Rækjuveiði hefur verið að glæðast og eru rækjuveiðiskipin að landa góðum afla. Sigurborg SH landaði á laugardagskvöldið 38 tonnum af rækju á Siglufirði, að því er fram kemur á efnum sksiglo.is.
Á sunnudag landaði Múlaberg SI um 18 tonnum af rækju eftir stuttan túr. Þeir voru rétt að byrja á rækju eftir bolfiskveiðar. Á mánudag landaði Hallgrímur SI 24 tonnum af rækju.