mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Golfkúlur úr humarskel

4. apríl 2011 kl. 09:26

Hentugar til nota um borð í skemmtiferðaskipum.

Vísindamenn við University of Maine í Bandaríkjunum hafa fundið leið til þess að  búa til golfkúlur úr humarskel.  Kúlurnar leysast upp í náttúrunni og eru sagðar henta vel tikl dæmis um borð í skemmtiferðaskipum.

Í frétt á sjávarútvegsvefnum Fis.com segir að þetta sé ekki í fyrstu vistvænu golfkúlurnar á markaðnum með bindiefni og húð sem leysist upp í náttúrunni, en hingað til hafi humarskel ekki verið notuð í þessu skyni.

Notuð er skel af humri sem fer í niðursuðu. Bent er á að humarskelin hafi fram að þessu verið einskis nýt og henni fleygt.