þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gott ár hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar

6. janúar 2017 kl. 14:11

Heilfrysting á fallegum og ferskum makríl í fiskiðjuverinu. Ljósm. Hákon Ernuson

Alls voru framleidd 39.216 tonn af afurðum á árinu 2016

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað framleiddi samtals 39.216 tonn af afurðum á árinu 2016 en heildarframleiðsla á árinu 2015 nam 30.860 tonnum, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.  

Í fiskiðjuverinu er öll áhersla lögð á vinnslu á uppsjávarfiski og er sífellt meira af uppsjávarafla unnið til manneldis. Þá hafa afköst fiskiðjuversins verið aukin. Í fiskiðjuverinu er einungis unninn bolfiskur (ufsi og karfi) þegar hlé er á vinnslu uppsjávartegunda. 

Í töflunni hér á eftir sést skipting framleiðslunnar á milli tegunda á árunum 2016 og 2015:  

          2016       2015

Makríll 16.484 11.264

Loðna 10.691   9.110

Loðnuhrogn 1.906  1.875

Síld 10.135  9.519

Bolfiskur     392         29