mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gott ástand makrílstofnsins

9. maí 2014 kl. 11:50

makríleggjarannsóknir

Hrygningarstofninn hefur aukist um 30% samkvæmt eggjamælingunni.

Niðurstöður makríleggjamælingar á síðasta sumri renna frekari stoðum undir gott ástand makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi. Eggjaframleiðsla mældist u.þ.b. 47% hærri en við síðustu mælingu árið 2010. Stofnstærð makríls er síðan bakreiknuð út frá framleiðslugetu einstakra hrygna og þekktu kynjahlutfalli. Hrygningarstofninn var, samkvæmt eggjamælingunni, áætlaður um 5.6 milljón tonn en það er um 30% aukning frá árinu 2010.

Þetta kom fram á fundi sérfræðinga frá átta löndum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem tekið höfðu þátt í fjölþjóðlegum makríleggjaleiðangri s.l. sumar, en fundurinn var haldinn í nýliðnum mánuði. Á fundinum var farið yfir gögn og teknar saman endanlegar niðurstöður úr leiðangrinum, en veiðiráðgjöf ICES um makríl í Norðaustur-Atlantshafi byggir að stórum hluta á þeim.

Sjá nánar frétt og skýringarmyndir á vef Hafró.