mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður gangur á síld- og makrílveiðum

14. júlí 2008 kl. 11:19

Skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Jón Kjartansson SU 111 komu inn til löndunar á laugardagsmorguninn eftir að hafa verið á veiðum á síldarmiðununum austur af landinu.

Skipin voru að partrolla með góðum árangri og samanlagt fiskuðu þau um 3500 tonn af blönduðum afla af síld og makríl eftir vikutúr.

Aðalsteinn frysti um 450 tonn af aflanum, þar af 275 tonn af heilfrystum makríl. Áætlað samanlagt aflaverðmæti skipanna er rúmlega 110 milljónir króna enda afurðaverð í sögulegu hámarki um þessar mundir auk þess að krónan er afar veik.

Skipin áttu að halda til veiða á ný eftir löndun á Eskifirði.

Frá þessu er skýrt á heimasíðu Eskju.