þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður gangur í úthafskarfaveiðunum

2. júní 2010 kl. 10:31

Hlé verður gert á úthafskarfaveiðum íslenskra skipa nú í vikunni vegna sjómannadagsins. Á heimasíðu HB Granda segir að fjórir frystitogarar félagsins hafa stundað veiðarnar undanfarnar vikur. Aflabrögð hafi verið mjög góð og heita megi að full vinnsla hafi verið um borð í skipunum frá fyrsta degi vertíðarinnar, en afkastageta þeirra er um 40 til 50 tonn af fiski upp úr sjó á sólarhring.

Birkir Hrannar Hjálmarsson, rekstrarstjóri togara HB Granda, segir að karfatorfan, sem veitt sé úr, hafi stundum haldið sig rétt innan við landhelgislínuna en þó oftast verið á sjálfri línunni og fyrir utan hana. Aflabrögðin hafi almennt verið góð þrátt fyrir að segja megi að þarna hafi stundum verið þétt setinn bekkurinn. Þegar mest var hafi 50 skip verið að veiðum á tiltölulega afmörkuðu svæði í nágrenni íslensku lögsögumarkanna á Reykjaneshryggnum.

Sjá nánar á heimasíðu HB Granda,HÉR