fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grænlensk grásleppa sjálfbær

25. ágúst 2015 kl. 14:46

Grásleppa

Grænlendingar fá MSC-vottun á grásleppuveiðar sínar.

Grænlendingar hafa fengið MSC-vottun á grásleppuveiðar sínar, að því er fram kemur í frétt frá MSC.

Það er félagsskapurinn Sustainable Fisheries Greenland (SFG) sem er umsækjandi og handhafi fiskveiðiskírteinisins. Aðilarfélög SFG eru helstu sjávrútvegs- og útgerðarfélög á Grænlandi. Í vottuninni eru allar grásleppuveiðar Grænlendinga teknar út en aðeins vara seld í gegnum aðildarfélag SFG getur selst sem MSC-merkt vara á markaði.

Þetta eru aðrar grásleppuveiðarnar í heiminum sem fá MSC vottun en Íslendingar urðu fyrstir. Grænland og Ísland eru í dag stærstu framleiðendur af grásleppuafurðum. Helstu markaðir fyrir grásleppuhrogn eru í Skandinavíu, Þýskalandi og Frakklandi. Allir þessir markaðir hafa á síðustu árum gert vaxandi kröfu um að sjávarafurðir eigi uppruna í vottuðum sjálfbærum veiðum og þannig er MSC vottunarkerfið notað til staðfestingar að veiðarnar séu sjálfbærar, segir ennfremur í fréttinni frá MSC.