þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grásleppan skilaði 2,2 milljörðum

19. febrúar 2016 kl. 08:42

Grásleppa skorin. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Þriðjungur verðmætisins kom frá frosinni grásleppu

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á sl. ári námu alls 2,24 milljörðum. Það er af sem áður var er grásleppan nú öll nýtt, en ekki aðeins hrognin úr henni. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda

Það er sérstaklega ánægjulegt að geta upplýst að þriðjungur verðmætisins kom frá frosinni grásleppu sem nánast öll er seld til Kína. Markaður fyrir hana opnaðist fyrir alvöru fyrir þremur árum og hefur stækkað jafnt og þétt. Verðmæti grásleppunnar eftir að hrognin hafa verið fjarlægð hefur þannig breyst úr engu í 753 milljónir, segir enfremur á vef LS.