þriðjudagur, 22. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grásleppuvertíðin aðeins hálfdrættingur

26. apríl 2014 kl. 09:08

Grásleppa

Strandir eru undantekning hvað slaka veiði áhrærir.

Réttur mánuður er nú liðinn frá því grásleppuvertíðin hófst. Á helstu veiðisvæðum á N og NA-landi hafa veiðar gengið illa. Veiðitölur frá því að vera innan við þriðjung af því sem veiddist í fyrra upp í helming. Það er því ekki aðeins að verðið sé lélegt heldur bregst veiðin einnig. Sannarlega erfitt ár fyrir grásleppukarla á þessu svæði, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Strandir eru undantekning hvað slaka veiði áhrærir.  Bátar sem róa frá Hólmavík og Drangsnesi hafa margir fiskað ágætlega, eins og sést á veiðitölum þaðan.
LS hefur tekið saman aflatölur sem byggðar eru á bráðabirgðatölum frá Fiskistofu.   Heildarveiðin svarar til 2.435 tunna af hrognum, en sama tímabil fyrir ári skilaði 4.980 tunnum.
Taflan sem hér fylgir sýnir þá staði þar sem veiðin hefur náð 100 tunnum. Aflatölur umreiknaðar til tunna af 105 kg af söltuðum grásleppuhrognum.
  • Hólmavík       405 tunnur (347)
  • Siglufjörður    306 tunnur (400)
  • Drangsnes     234 tunnur (273)
  • Sauðárkrókur 135 tunnur (329)
  • Vopnafjörður  130 tunnur (283)
  • Húsavík          116 tunnur (404)
  • Ólafsfjörður    116 tunnur (267)
  • Skagaströnd   110 tunnur (141)