þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grundarfjörður: Töluvert af síld en ekki veiðanleg

20. október 2008 kl. 16:34

„Við erum búnir að vera að rúnta hérna um Grundarfjörð og nágrenni í leit að síld í veiðanlegu magni en ekki gengið sem skyldi. Það er töluvert af síld að sjá en hún er bara ekki orðin nógu þétt til að hægt sé að kasta á hana,” segir á vefsíðu Bjarna Ólafssonar AK en þessi orð eru rituð klukkan 10 í morgun.

Um þetta leyti í fyrra voru skipin byrjuð að mokveiða síld í Grundarfirði og var aflinn ævintýri líkastur eins og menn rekur minni til.

Nokkur skip hafa reynt fyrir sér í Breiðafirði að undanförnu, meðal annars úti fyrir Stykkishólmi, en enginn kraftur verið í veiðunum.