mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafnir á höfuðborgarsvæðinu hafa bætt mestum aflaheimildum við sig

7. september 2011 kl. 10:00

Fiskifréttir

Samantekt um þróun aflaheimilda eftir landsvæðum og höfnum birt á vef Fiskistofu

Hafnir á höfuðborgarsvæðinu hafa bætt við sig mestum aflaheimildum frá fiskveiðiárinu 200/2001 að því er fram kemur í samantekt á vef Fiskistofu. Hlutdeildin þar fór á tímabilinu úr 13,6% upp í 18,3% á síðasta fiskveiðiári.

Önnur landsvæði sem bættu hlutfallsega við sig eru meðal annars Suðurnes, en hlutur þeirra fór úr 11,8% í 13,8%, og Suðurland úr 12,0% í 12,5%. Vestfirðir bæta einnig hlutfallsega við sig, eða úr 7,6% í 9,1%. Hafnirnar á Norðurlandi eystra hafa tapað aflaheimildum hlutfallslega. Á fiskveiðiárinu 2000/2001 var hlutur Norðurlands eystra 24,4% en fór á síðasta fiskveiðiári niður í 17,7%. Annað landsvæði sem hefur misst nokkuð af hlut sínum í aflaheimildunum er Austurland en skýringin liggur þar í minna aflamarki í uppsjávarfiski.