laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafró leggur til aflamarksskerðingu

4. júní 2008 kl. 19:21

Hafrannsóknarstofnun leggur til að aflamark allra helstu nytjastofna verði lækkað á næsta fiskveiðiári. Tillaga stofnunarinnar er sú að aflamark verði 124.000 tonn, sem er um 4,6% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Aflamark þorsks fyrir síðasta fiskveiðiár var 193.000 tonn.

Einnig er lagt til að aflamark ýsu verði 83.000 tonn í stað 95.000 nú.

Vegvísir Landsbankans greinir frá því að þrátt fyrir að aukin framleiðslugeta álvera hérlendis vegi upp á móti minni fiskafurðaútflutningi, sé virðisauki í síðarnefndu greininni mun meiri. Því hafi niðurskurðurinn talsverð áhrif á hagvöxt, meira en sem nemur minni útflutningi.