fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hefur síldin leitað á nýjar vetrarslóðir?

15. nóvember 2013 kl. 12:40

Skip að síldveiðum í Breiðafirði. (Ólafur Óskar Stefánsson).

Aðeins lítið brot af síldarstofninum nú í Breiðafirði.

„Það er leyndardómur hvar síldin heldur sig núna. Helsta hugdetta mín er sú að hún hafi fundið sér aðrar vetursetustöðvar eins og gerst hefur í gegnum árin. Magnið í Breiðafirðinum er aðeins lítið brot af því sem verið hefur undanfarin ár,“ segir Páll Reynisson leiðangursstjóri á Dröfn í samtali við Fiskifréttir. 

Páll segir að ekki hafi verið slegið neinni tölu á það hversu mikið af síld sé í firðinum enda hafi verið erftt að komast að til mælinga fyrir veiðiskipum þegar Dröfn var á miðunum fyrir mánaðamótin. Skipið leitaði síldar í síðustu viku í skipgengum fjörðum á Barðaströnd, úti  við Skáleyjar og Sviðnur  og meðfram Skarðsströnd en urðu einskis varir. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.