sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heil háhyrningafjölskylda elti bátinn

9. desember 2011 kl. 09:31

Háhyrningar eru hvimleiðir gestir á lúðuveiðum.

Óboðnir gestir á lúðuveiðum taka sinn toll

Lúðuveiðunum fylgja gjarnan óboðnir gestir sem gæða sér á nýveiddu heilagfiskinu meðan það er ennþá á krókunum. Þetta eru hákarlar og í minna mæli háhyrningar, eins og Ólafur Karlsson skipstjóri á Jóni Gunnlaugs ÁR vitnar um í samtali við Fiskifréttir.

,,Háhyrningar eiga það til að kíkja á okkur og þeir geta orðið ótrúlega skæðir. Við höfum verið blessunarlega lausir við háhyrninga í ár, en í fyrra var töluvert ónæði af þeim. Þá fylgdi okkur heil háhyrningafjölskylda, karl, kerling og tveir kálfar. Þeir biðu við baujurnar eftir því að við færum að draga og um leið og þeir sáu að línan var á uppleið og nálgaðist yfirborðið renndu þeir sér undir hana og klipptu lúðurnar af krókunum í heilu lagi,” segir Ólafur.

Sjá nánar um lúðuveiðarnar í nýjustu Fiskifréttum.