mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heildarafli íslenskra skipa 6% minni

9. janúar 2014 kl. 11:00

Fiskveiðar

Á nýliðnu ári veiddu íslensk skip alls 1.366 þúsund tonn

Á nýliðnu ári veiddu íslensk skip alls 1.366 þús. tonn sem er 6% minna en á árinu 2012.  Alls voru veidd 469 þús. tonn af botnfiski sem er 8,5% aukning milli ára, en uppsjávarafli (loðna, síld, kolmunni, makríll) dróst saman um 12,4%, samkvæmt samantekt á vef Landssambands smábátaeigenda sem unnin er upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu. 

Helmingur botnfisksaflans var þorskur 236,2 þús. (15,3% meira en 2012), af ufsa voru veidd 57,4 þús tonn (12,6%), karfi 51,1 þús. tonn (19,1%) og af ýsu veiddust 45,6 þús. tonn (-4,5%). 

Af uppsjávarfiski voru veidd 872 þús tonn á árinu 2013 sem er 123 þús tonnum minna en íslensk skip veiddu 2012.  Mest var veitt af loðnu 454 þús. tonn (586 þt á árinu 2012), af síld voru veidd 157 þús. tonn (193), makrílaflinn var nánast óbreyttur milli ára 154 þús. tonn (152) og af kolmunna voru veidd 107 þús. tonn (64).