sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heildaraflinn á tveim fyrstu mánuðum fiskveiðiársins eykst um 9,5%

20. desember 2011 kl. 11:00

Síld.

Munurinn liggur einkum í aukningu á uppsjávarafla

Heildarafli íslenska flotans frá upphafi fiskveiðiársins 1. september sl. til loka nóvember var 287.370 tonn. Til samanburðar var aflinn á sama tíma í fyrra 262.448 tonn. Aukning í heildarafla nemur því um 9,5%, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Munurinn liggur einkum í tæplega 20 þúsund tonna aukningu á uppsjávarafla. Botnfiskaflinn er um 5 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra eða 119 þúsund tonn samanborið við 114 þúsund tonn á fyrra ári. Aflaaukningin í botnfiski er um 4,2%. Veiðar á innfjarðarrækju í Djúpi voru nú leyfðar í fyrsta sinn í mörg ár og var innfjarðarrækjuafli fiskveiðiársins kominn í 727 tonn í lok nóvember sem er fimmföldun frá fyrra ári.