þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsins hægasta sjónvarp

19. ágúst 2015 kl. 12:54

Tunnur með þorskhrognum.

Fylgst með hrognatunnum í beinni í 11 mánuði á með hrognin þroskast

Norðmenn eru þekktir fyrir langdregið og ítarlegt sjónvarpsefni þar sem fátt gerist klukkutímum saman. Norskur almenningur hefur látið sér þetta vel líka.

Nú hafa humoristar hjá kavíarfyrirtækinu Mills tekið þessa tegund sjónvarpsefnis skrefinu lengra og hafið sjóvarpsútsendingu undir heitinu „Mills – kavíar, frá sekúndu til sekúndu.“ Þeir segja þetta vera „Heimsins hægasta sjónvarp“. Þarna verður fylgst með hrognatunnum í beinni næstu 11 mánuði og lýkur útsendingu ekki fyrr en þorskhrognin hafa þroskast og verða tilbúin til framleiðslu á kavíar.  

Ef menn hafa ekkert betra að gera við tímann næstu 11 mánuðina geta þeir fylgst með þessu spennandi sjónvarpsefni þar sem fátt ber fyrir augu annað en það að tunnunum er snúið öðru hverju. 

Útsendingar hófust í dag, 19. ágúst, og má sjá þær HÉR.