laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmet? – MYNDBAND

7. apríl 2014 kl. 12:40

Túnfiskurinn umræddi.

412 kílóa bláuggatúnfiskur veiddur stöng við Nýja-Sjálandi.

Sportveiðikona frá Nýja-Sjálandi, Donna Pascoe, kann að hafa sett nýtt heimsmet þegar hún fékk 412 kílóa bláuggatúnfisk á stöng rétt hjá Three Kings Islands við Nýja-Sjáland í febrúar síðastliðnum. Risafiskurinn fékkst á 60 punda línu og glíman við hann tók meira en fjórar klukkustundir. 

Beðið er eftir staðfestingu frá þess tilbærum aðilum hvort um heimsmet sé að ræða, að því er fram kemur á vefnum FISHupdate.com. Þar segir að verð fyrir þessa stærð af fiski geti komist upp í allt að tvær milljónir sterlingspunda eða jafnvirði 380 milljóna íslenskra króna. Pascoe geti hins vegar ekki selt fiskinn á þann hátt því hann hafi ekki verið veiddur á skipi í atvinnuveiðum. Hún ætlar því í staðinn að láta stoppa fiskinn upp. 

Hér sést þegar verið er að innbyrða risafiskinn.