mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helmingur grásleppuhrognanna fór til vinnslu innanlands

13. mars 2012 kl. 08:35

Gráslepphrogn

Hinn helmingurinn var fluttur út óunninn.

Á síðasta ári var magn grásleppukavíars og saltaðra grásleppuhrogna nánast það sama - 624 tonn. Þegar söltuðu hrognin hafa verið umreiknuð til tunna nemur útflutningurinn 56% af heildarveiði ársins 2011.  Það hlutfall hefur haldist nánast óbreytt sl. fjögur ár.

Af söltuðum hrognum var mest flutt út til Danmerkur eða um þriðjungur, en Frakkar keyptu langmest af kavíarnum 79% alls magnsins.

Þetta kemur fram á vef LS.