mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hjaltland önnur stærsta fiskihöfn í Bretlandi

15. september 2015 kl. 16:01

Höfnin í Leirvík á Hjaltlandi

Alls var landað þar fiski fyrir um 22 milljarða ISK á árinu 2014

Hjaltland hefur tryggt sig í sessi sem eitt mikilvægasta sjávarútvegssvæði á Bretlandi. Nýjar tölur um landanir skipa frá Hjaltlandi á árinu 2014 sýna að aflaverðmæti þeirra jókst um meira en 40%. Frá þessu er greint á vefnum FishUpdate.

Skip frá Hjaltlandi lönduðu meira en 134 þúsund tonnum á árinu 2014 að verðmæti 112 milljónir punda (um 22 milljarðar ISK). Þetta er aukning um 22 tonn frá árinu 2013. Magnið jókst um 64% milli ára en verðmætin um 42%. Þegar löndun aðkomubáta er tekin með nam heildarverðmæti afla sem kom á land á Hjaltlandi um 155 milljónum punda árið 2014 (um 22,5 milljörðum ISK). Aukningin helgast fyrst og fremst af meiri makrílkvóta hjaltlenskra skipa en veiðar á hvítfiski jukust einnig.

Meira var landað af fiski og skelfiski á Hjaltlandi árið 2014 en í nokkurri annarri höfn á Bretlandi að höfninni í Peterhead á Skotlandi frátalinni. Þá kom meira af fiski til Hjaltlands (skelfiskur ekki meðtalinn hér) en í til allra hafna á Englandi, Wales og Norður-Írlandi samanlagt.