laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskir sjómenn í Noregi

20. desember 2012 kl. 11:11

Höfnin í Hammerfest í Noregi.

Fjöldi íslenskra sjómanna býr nú í Noregi og unir hag sínum vel. Úttekt á málinu í jólablaði Fiskifrétta.

Íslendingum hefur fjölgað ört í Noregi síðustu ár og ekki síst eftir hrun. Mikið bar á að iðnaðarmenn færu þangað í leit að vinnu eftir atvinnuleysið sem fylgdi kreppunni hér á landi. Íslenskum sjómönnum hefur einnig fjölgað í Noregi. Í jólablaði Fiskfrétta er rætt við nokkra íslenska sjómenn um veru þeirra ytra.

Ástæður þess að þeir fóru til Noregs eru margvíslegar. Sumir sögðu það vera af ævintýraþrá en aðrir sögðu erfitt að fá pláss á skipum hér heima eða gera út á Íslandi. Íslendingarnir sem Fiskifréttir ræddu við búa flestir norðarlega í Noregi og meira að segja gerir einn út frá Gamvík sem er nyrsta verstöð landsins. Þeir vinna mismunandi störf til sjós; eru hásetar, skipstjóra eða vélstjórar en aðrir reka eigin útgerð og fiskvinnslu og eru með fjölda fólks í vinnu.

Reglur um fiskveiðar í Noregi eru öðruvísi en á Íslandi og einn viðmælandinn sagði þær vera mun manneskjulegri. Veiðar minni báta í Noregi væru í reynd frjálsar í mörgum tegundum. Gott dæmi um það væru veiðar á ýsu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.