föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hráefni til rækjuvinnslu áfram að mestu innflutt

21. júní 2012 kl. 10:00

Rækja (Mynd: Kristinn Benediktsson)

Skortur á rækju og hátt hráefnis- og markaðsverð.

Þótt rækjuveiðar við Ísland hafi verið frjálsar um næstum tveggja ára skeið og hráefnisverð á rækju hátt er áfram mikill skortur á rækju til vinnslu. Einungis rúmur fjórðungur af hráefni rækjuverksmiðjanna á síðasta ári var rækja af Íslandsmiðum. Allt hitt var innflutt iðnaðarrækja. 

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Á árinu 2011 voru 8.400 tonn af rækju veidd við Ísland en rúm 22.000 tonn flutt inn. ,,Mjög erfitt var að fá hráefni erlendis frá síðastliðinn vetur og hefur það farið versnandi. Við lentum til dæmis í tíu daga vinnslustöðvun í vetur vegna hráefnisskorts,“ segir Árni Halldórsson forstöðumaður rækjuvinnslu FISK Seafood í Grundarfirði.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.