þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hratt gengur á loðnukvóta HB Granda

5. mars 2012 kl. 15:36

Faxi RE á loðnumiðunum á dögunum. (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

Um 20 þúsund tonn óveidd.

Hratt hefur gengið á loðnukvóta HB Granda upp á síðkastið enda hefur veiðin verið mjög góð þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Síðustu sjö sólarhringa hafa skip félagsins veitt alls 15.000 tonn af loðnu og nema eftirstöðvar kvótans nú um 20.000 tonnum, að því er fram kemur á vef HB Granda.

Í morgun var loðnan fremst í göngunni fyrir miðju minni Breiðafjarðar eða um 20 sjómílur NNA af Rifi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, er ánægður með gang veiða og vinnslu en þó er ljóst að ekki er langur tími til stefnu og það styttist í vertíðarlok. Í fyrra luku skip HB við að veiða loðnukvóta sinn þann 10. mars en kvótinn þá var umtalsvert minni en á yfirstandandi vertíð. Auk skipa félagsins hefur Huginn VE veitt af kvóta félagsins að undanförnu og Hoffell SU fór í eina veiðiferð í nýliðnum mánuði.

Nánar á vef HB Granda.