miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrygningarstoppið hefst á morgun

31. mars 2008 kl. 10:08

Hið árlega hrygningarstopp á grunnslóð hefst á morgun, 1. apríl. Sömu reglur og í fyrra gilda um þetta „fæðingarorlof" þorsks og skarkola. Nokkrar breytingar voru þá gerðar með reglugerð nr. 225/2007.Friðunarsvæði eru óbreytt frá fyrra ári.

Á vefsíðu Fiskistofu er aðgangur að vefsíðum sem innihalda kort yfir friðað svæði og tímabil friðunar og reglugerð nr. 30/2005,um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð, sem aukið hefur verið við með breytingum sem gerðar voru með reglugerð nr. 225/2007.

Sjá HÉR