þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Huginn VE frystir ekki kolmunna í ár

24. mars 2009 kl. 10:33

Kolmunni verður ekki frystur í ár um borð í Hugin VE. Útgerðarstjórinn segir að markaður fyrir frystan kolmunna sé í uppnámi vegna efnahagskreppunnar í heiminum. Bræðsluverðið sé stöðugra.

,,Það má segja að allur frystimarkaður sé í uppnámi út af peningaflæðinu þannig að við ákváðum að sleppa frystingu á kolmunna þetta árið," segir Páll Guðmundsson útgerðarstjóri í viðtali við ríkisúvarpið, en þess má geta að nokkur íslensk vinnsluskip hafa verið að frysta kolmunna að undanförnu á miðunum djúpt vestur af Írlandi.

Að sögn Páls er bræðsluverð á kolmunna nú um 14 krónur á kílóið.