mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvati í kerfinu til undanskots á afla

23. janúar 2014 kl. 13:26

Þorskar.

Fiskistofa segir auðvelt að gefa upp rangar tölur við skráningu afla til aflamarks.

Fiskistofa hefur birt yfirlýsingu á vef sínum í tilefni af þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðustu daga vegna vinnubragða við svokölluð bakreikningsmál. 

Í yfirlýsingu Fiskistofu segir m.a. að meðal verkefna hennar sé að hafa eftirlit með því að afli sé rétt skráður til aflamarks á veiðiskip. Bent er á að regluverkið heimili að vigtun afla til aflamarks fari fram hjá aðilum sjálfum í fiskvinnsluhúsum. Í mörgum tilvikum séu útgerð og fiskvinnsla á hendi sama aðila eða tengdra aðila. Þegar svo sé hafi sami aðili leyfi til að annast vigtun afla eigin skipa sem er lögð til grundvallar við skráningu afla til aflamarks. 

„Fiskistofa hefur ítrekað bent á að þetta fyrirkomulag felur í sér hvata til undanskots á afla þar sem í framkvæmd er auðvelt að gefa upp rangar tölur við skráningu afla til aflamarks,“ segi í yfirlýsingunni. 

Um bakreikninga Fiskistofu segir m.a.: „Tilefni bakreikningsrannsókna getur verið af ýmsum toga, en algengt er að viðkomandi fyrirtæki hafi verið staðin að framhjálöndun, ísprósenta við eftirlit með endurvigtun hafi reynst lægri en fyrirtæki gefur upp að jafnaði, eða að ábendingar, t.d. frá áhafnarmeðlimum, hafi komið fram um löndun framhjá vigt.“

Sjá nánar á vef Fiskistofu.