laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvernig má spara dropann?

19. júní 2008 kl. 08:40

Olíukostnaður er útgerðinni þungur í skauti

„Það finnast engar einfaldar, skjótvirkar lausnir til að draga úr olíueyðslu. Fyrsta skrefið er að tryggja að hægt sé að fylgjast með olíunotkuninni hverju sinni og gera sér grein fyrir því í hvað olían fer.

Okkar vinna snýst fyrst og fremst um að mæla og greina olíunotkun um borð í skipum og síðast en ekki síst meta hvort hún sé hagkvæm miðað við starfsemi skipsins,“ sagði Kristinn Aspelund, sölustjóri hjá Marorku, í samtali við Fiskifréttir.

Marorka sérhæfir sig í ráðgjöf og hönnun orkunýtingarkerfa, hvort sem er í fiskiskip eða flutningaskip. Kristinn ítrekaði að ekki væri nóg að horfa á olíueyðsluna eina og sér heldur þyrfti að tryggja að orkan væri nýtt sem best. Við togveiðar mætti til dæmis ekki draga trollið of hægt til að spara olíu því þá gæti veiðin minnkað.

Ekki mætti heldur toga of hratt því þá gæti kostnaður orðið of mikill miðað við ávinning.

„Margir þættir þurfa að spila saman til að ná hámarksnýtingu úr olíunni,“ sagði Kristinn. 

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.