fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Icelandic Group selur starfsemi á Spáni

9. september 2016 kl. 11:12

Saltfiskur fyrir Spánarmarkað.

Kaupandi er fyrirtæki í eigu Fisk-Seafood, Jakob Valgeirs og Nesfisks.

Icelandic Group hefur selt dótturfélag sitt á Spáni, Icelandic Ibérica, til Solo seafood ehf. sem er í eigu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem eru meðal helstu birgja Icelandic Ibérica, eins og Fisk-Seafood, Jakob Valgeir og Nesfiskur. 

Vörumerki félagsins, Icelandic Seafood, fylgir ekki með í kaupunum, en samhliða kaupunum gerðu aðilarnir með sér leyfissamning sem gefur kaupanda rétt á notkun á vörumerkinu í Suður-Evrópu.

Framkvæmdastjóri Icelandic Ibérica undanfarin tuttugu ár, Hjörleifur Ásgeirsson, mun stýra félaginu áfram.

Einn helsti söluaðili léttsaltaðs þorsks

Um árabil hafa fyrrgreindir framleiðendur selt vörur til veitingastaða í Suður-Evrópu fyrir milligöngu Icelandic Ibérica, og er markmið kaupenda að efla sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu, segir í fréttatilkynningu.

Selur félagið til meira en fjögur þúsund viðskiptavina í fimm löndum í Suður Evrópu, en það er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi ásamt öðru frosnu sjávarfangi. Námu tekjur þess rífleag 100 milljónum evra á síðasta ári en starfsmenn þess eru um 140.

Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins.