laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland í 18. sæti

8. janúar 2016 kl. 09:06

Ansjósa er mest veidda fisktegundin í heiminum.

Heimsaflinn 93,8 milljónir tonna árið 2013

Árið 2013 var heimsaflinn 93,8 milljónir tonn, sem er 1,4 milljónum tonnum meira en árið áður, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 

Mestur afli veiddist í Kyrrahafi. Mest veidda tegundin er perúansjósa, eins og á síðustu árum, en næst mest veidda tegundin er alaskaufsi. Mest af heimsaflanum var veiddur í Asíu, næst mest í Ameríku og svo Evrópu. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2013, en Norðmenn veiddu mest allra Evrópuþjóða og eru í 12. sæti yfir mestu veiðiþjóðir. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða og eru í 18. sæti heimslistans með 1,47% af heimsaflans.