fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsbanki varar við neikvæðum áhrifum

7. júní 2011 kl. 14:14

Fiskvinnsla hjá HB Granda.

Breytingarnar í kvótafrumvörpunum leiði til óhagkvæmari reksturs og veikari samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum.

Varað er við afleiðingum frumvarpa til laga um breytingar á stjórn laga um fiskveiðar í skýrslu frá Íslandsbanka. „Flestar þær breytingar sem frumvörpin hafa í för með sér hafa neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Greinin verður óhagkvæmari, arðsemi fyrirtækjanna minnkar, hvati og geta til fjárfestinga dregst saman og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs á mörkuðum erlendis veikist er fram líða stundir," segir í skýrslu frá sjávarútvegsteymi bankans.

Bankinn varar ennfremur við því í skýrslunni að áhrif frumvarpanna muni má langt út fyrir sjávarútveginn. Þau muni hafa neikvæð áhrif á viðskiptabankana, þar sem geta sjávarútvegsfyrirtækja verði skert til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart lánastofnunum. Það rýri aftur verðgildi lánasafna bankanna. Um 12% heildarútlána Íslandsbanka er til fyrirtækja í sjávarútvegi.

Lesa má skýrsluna í heild HÉR