mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsloðnan hentar vel til manneldisvinnslu í Noregi

7. febrúar 2013 kl. 11:37

Loðna frá Íslandi unnin í Noregi. (Mynd: Roar Bjånesøy / Sildelaget)

Um 85% loðnunnar landað til manneldisvinnslu

 

Á meðan stór hluti af Barentshafsloðnunni fer í bræðslu í Noregi fer megnið af Íslandsloðnunni í manneldisvinnslu.

Um 24.690 tonn af Íslandsloðnu hafa farið í gegnum sölukerfi norska Síldarsamlagsins og þar af hafa rúm 21 þúsund tonn farið í manneldisvinnslu, eða um 85%. Tæpum 3.600 tonnum hefur verið landað í bræðslu. Hráefnisverð á loðnu í manneldisvinnslu er 2,87 krónur norskar á kíló (66 ISK) en 2,7 krónur norskar á kíló í bræðslu.

Á vef norska Síldarsamlagsins er hlekkur inn á myndasyrpu sem sýnir norska skipið Krossfjord landa stórri Íslandsloðnu hjá Skude vinnslunni í Skudeneshavn í Rogalandi. Ennig eru myndir sem sýna vinnslu á loðnunni.

https://www.sildelaget.no/no/nyheter-og-media/bildearkiv/krossfjord-losser-lodde-ved-skude-fryseri.aspx?idx=1