laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslensk loðna komin í vottunarferli MSC

30. maí 2016 kl. 13:37

Loðna

Stefnt að hún verði komin með vottun í lok þessa árs.

Loðnuveiðar við Ísland eru nú komnar í vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC) og skal því lokið fyrir næstu áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MSC. Þar segir að MSC vottun á loðnuveiðum sé mikilvæg við sölu á loðnuafurðum til Asíu og til fóðurframleiðslu. 

Félagið Iceland Sustainable fisheries (ISF) óskar eftir vottuninni en það var stofnað árið 2012 af fyrirtækjum í veiðum, framleiðslu og sölu íslenskra sjávarafurða. Hluthafar félagsins hafa einir rétt á því að selja vörur sinar sem MSC vottaðar. Vottunin opnar fyrir sölu sjávarafurða inn á markaði sem sérstaklega krefjast MSC vottunar, segir á vef ISF.

Gísli Gíslason framkvæmdastjóri MSC á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum segir að loðnan sé fjórða nýja fisktegundin sem ISF óski eftir MSV vottun á. Hinar eru karfi, grásleppa og langa.