þriðjudagur, 22. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenska síldin: Enginn kraftur í veiðunum

16. október 2008 kl. 10:43

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hófust í síðustu viku.

Fá skip eru komin á þessar veiðar ennþá því meginhluti uppsjávarflotans er nú á veiðum á norsk-íslensku síldinni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Um miðja vikuna var Börkur NK að veiðum í Kiðeyjarsundi við Stykkishólm.

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK, sagði í samtali við Fiskifréttir, að lítill kraftur væri í veiðunum enn sem komið er en síldin væri þokkalega stór. Börkur NK var eina skipið á síldveiðum í Breiðafirði um miðja vikuna og var hann þá nýkominn á svæðið en fleiri skip voru þá væntanleg.

Á sama tíma í fyrra var uppsjávarflotinn að mokveiða síld inni í Grundarfirði en þar var ekkert að hafa nú