laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskur sjávarvöruiðnaður ekki nógu markaðssinnaður

30. apríl 2009 kl. 12:00

,,Íslenskur sjávarafurðaiðnaður er ekki nógu markaðssinnaður. Við höfum ekki þróað markaðsstarfið í takt við breyttar kröfur. Það dugir ekki að byggja markaðsstarf á því að skortur sé á fiski og ég óttast að færri séu að markaðssetja íslenskan fisk á erlendum mörkuðum nú en voru fyrir rúmum áratug.”

Þetta segir Kristján Hjaltason ráðgjafi sem hefur áratuga reynslu af sölu fiskafurða, lengst af hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, síðar Icelandic Group. Einnig segir Kristján að mikil sóknarfæri séu í aukinni fullvinnslu sjávarafla og veltir því meðal annars fyrir sér hvort ekki megi vinna meira innanlands af þeim karfa sem nú er fluttur út óunninn eða sjófrystur.

Ítarleg umfjöllun er um málið í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.