þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ítreka beiðni um fækkun veiðidaga á grásleppu

17. febrúar 2011 kl. 14:07

Grásleppa

Grásleppuvertíðin hefst innan tíðar

Grásleppuvertíðin hefst innan tíðar og hafa grásleppukarlar ítrekað beiðni sína til sjávarútvegsráðuneytisins um að veiðidögum verði fækkað að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Grásleppunefnd LS kom nýlega saman til fundar. Á fundinum var m.a. annars til umræðu tilhögun veiðanna á komandi vertíð.   Nefndarmenn voru sammála um að ekki væri tilefni til að hverfa frá samþykkt aðalfundar um fækkun veiðidaga.

Á síðustu vertíð hafði hver grásleppubátur rétt á 62 veiðidögum samfellt en á aðalfundi LS síðastliðið haust var samþykkt að fara fram á að þeim yrði fækkað í 50.