þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kanadamenn verja 2,9 milljörðum til markaðsstarfs

16. nóvember 2012 kl. 10:26

HB Grandi

Sameiginlegt markaðsstarf í sjávarútvegi var eitt umræðuefna á Sjávarútvegsráðstefnunni.

Kanadamenn verja sem svarar  2,9 milljörðum íslenskra króna króna á ári til að kynna kanadískar sjávarafurðir með sameiginlegum hætti. Hluti af fjárhæðinni er fengin með því að taka ákveðna prósentu af verðmæti útfluttra sjávarafurða en einnig færst framlag annars vegar frá alríkisstjórninni og hins vegar frá fylkisstjórnum. 

Þetta kom fram hjá Guðnýju Káradóttur markaðsstjóra hjá Íslandsstofu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldinn var í Reykjavík nýlega. 

Á ráðstefnunni kom einnig fram að Norðmenn verji sem svarar rúmlega 9 milljörðum íslenskra króna til sameiginlegs markaðsstarfs og rannsókna og er öll fjárhæðin tekin sem gjald af útfluttum sjávarafurðum. Gjaldið er í kringum 1% sem þýðir að ef Íslendingar færu eins að myndu það nema um það bil 2,6 milljörðum króna. 

Sjá nánar umræður um þetta mál á Sjávarútvegsráðstefunni í nýjustu Fiskifréttum.