mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Karfaveiðar: ESB-skipin létu aldrei sjá sig

15. janúar 2009 kl. 10:14

ESB-skipin sem heimild hafa til að veiða karfa í íslenskri lögsögu létu ekki sjá sig þar á árinu 2008, í fyrsta sinn í fjöldamörg ár, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Alls mega skip frá Evrópusambandinu veiða 3 þúsund tonn á tímabilinu júlí til og með desember. Þýsk og bresk skip hafa veitt karfann hér en mismikið eftir árum. Þau hafa þó aldrei veitt kvóta sinn að fullu. Árið 2007 komu aðeins bresk skip til að veiða karfann hér og afli þeirra varð einungis um 440 tonn alls. Á árinu 2005 náðu ESB-skipin að veiða 2.177 tonn, þar af var karfi aðeins 1.227 tonn. Hertar reglur til að koma í veg fyrir óeðlilegan meðafla í þorski á þeim svæðum sem ESB-skipin mega veiða eru meðal annars taldar vera ástæðan fyrir því að þau hafa ekki áhuga á að sækja karfann.

Sjá nánar umfjöllun um veiðar erlendra skipa í íslenskri lögsögu 2008 í Fiskifréttum í dag.