laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Karfavinnslan hafin í Neskaupstað

11. maí 2016 kl. 10:09

Mynd: Hákon Ernuson

Ýmist lausfrystur eða ferskur á markað

Karfavinnsla hófst í fiskiðjuverinu í Neskaupstað í gær. Frá því að loðnuvertíð lauk hefur verið unninn ufsi í fiskiðjuverinu en nú bætist karfavinnslan við. Að undanförnu hefur verið unnið að því að setja upp vélbúnað vegna karfavinnslunnar og verður karfinn ýmist lausfrystur eða seldur ferskur á markað.
 Sagt er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar. 
Vinnslan í fiskiðjuverinu mun stöðvast í þrjár vikur í lok maímánuðar og fyrri hluta júnímánaðar vegna framkvæmda í fiskiðjuverinu. Verður það hlé nýtt til að fara í starfsmannaferð til Ítalíu. Vinnsla á ufsa og karfa mun síðan hefjast á ný þar til makríl- og síldarvertíð hefst um miðjan júlímánuð.
 
Um þessar mundir standa yfir ráðningar á sumarstarfsmönnum í fiskiðjuverið.