sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaupir skip til veiða við Afríku

17. apríl 2012 kl. 16:52

Röttingöy landar á Fáskrúðsfirði fyrir nokkrum árum. (Mynd: Óðinn Magnason).

Neptune ehf. á Akureyri eignast norskt uppsjávarskip

Norska uppsjávarskipið Röttingöy hefur verið selt til Íslands. Kaupandi er Neptune ehf. á Akureyri og er skipið væntanlegt þangað í kvöld. Ætlunin er að breyta skipinu úr nótaskipi í togskip og gera það síðan út við Afríkustrendur af dótturfyrirtæki á Kýpur.

Þetta kemur fram á norska vefnum midtsiden.no í viðtali við Astrid Dale framkvæmdastjóra Dales Rederi í Lepsöy í Noregi sem er seljandi skipsins. Norska útgerðin fékk nýsmíðað skip fyrir rúmu ári sem ber nafnið Röttingöy og leysti það af hólmi eldra skipið sem nú hefur verið selt Íslendingum.

Fiskifréttir höfðu samband við Neptune ehf. vegna fréttarinnar en ekki fengust frekari upplýsingar þar.