laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kim borðar norskan lax

15. júní 2016 kl. 13:33

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.

Álíka mikið flutt til Norður-Kóreu og til Indlands í aprílmánuði.

Norður-Kórea er meðal viðskiptalanda Norðmanna þegar kemur að eldislaxi. Samkvæmt grein í bandaríska blaðinu Washington Post klæðist yfirstéttin í Norður-Kóreu tískufötum frá M&M og Elle, gengur í skóm frá Nike og Adidas og á veitingastöðum í Pyongyang er á borðum humar og lax frá Noregi.

Í aprílmánuði síðastliðnum fluttu Norðmenn út 18,3 tonn af ferskum eldislaxi til Norður-Kóreu fyrir tæpar 74 NOK kílóið (jafnvirði 1.100 ISK) og borga aðrir markaðir ekki betur, ef frá eru taldir þeir sem taka mun minna magn. Til samanburðar er nefnt að til Indlands, sem er næstfjölmennasta ríki veraldar, voru flutt 22 tonn af norskum eldislaxi í apríl.