þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kína: Nýtt met í utanríkisviðskiptum með fisk

14. október 2009 kl. 15:00

Utanríkisviðskipti með fisk í Kína nam 15 milljörðum dollara á árinu 2008 sem er nýtt met, að því er fram kemur í upplýsingum frá kínversku hagstofunni. Hér er um litla 1.875 milljarða íslenskra króna að ræða.

Inni í framangreindum tölum eru bæði inn- og útflutningur með sjávarafurðir í Kína. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 9% frá árinu 2007 og varð um 10 milljarðar dollara eða 1.250 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi var 171 milljarður á árinu 2008.

Innflutningur á sjávarafurðum til Kína jókst einnig á síðasta ári og varð 3,7 milljón tonn að verðmæti rétt rúmir 5 milljarðar dollara.

Þótt útflutningsverðmæti hafi aukist dróst útflutningur sjávarafurða í tonnum talið sama, var 2,95 milljónir tonna árið 2007 en fór í 2.83 milljónir tonna árið 2008. Kínverjar bættu sér magnminnkunina upp með því að flytja mun meira út af unnum sjávarafurðum í hærri verðflokkum en áður.

Viðskipti með sjávarafurðir á heimamarkaði í Kína voru hins vegar ekki eins líflegar á árinu 2008. Heimskreppan beindi eftirspurninni í ódýrari tegundir.

Heimild: Seafood Source