þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kínversk skip fá háar sektir fyrir ólöglegar veiðar

13. september 2016 kl. 11:00

Fiskur veiddur við Gíneu.

Hámarkssekt á bát er 127 milljónir ISK fyrir veiðar án tilskilinna leyfa

Tvö kínversk skip fengu háar sektir eftir að þau höfðu verið tekin við ólöglegar veiðar í lögsögu Gíneu. Alls var þeim gert að greiða 3,4 milljónir dollara (um 390 miljónir ISK). Þetta kemur fram á vef Daily Mail.

Annar kínversku bátanna var færður til hafnar í Gíneu en hinn náði að flýja. Hámarkssekt fyrir að stunda veiðar án tilskilinna leyfa í lögsögu Gíneu er rúm 1,1 milljón dollara (127 milljónir ISK). Sektin tvöfaldast hjá bátnum sem flýði.

Fram kemur í fréttinni að sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telji að mörg ríki Afríku verði af miklum tekjum vegna fisks sem veiddur er í lögsögum ríkjanna, löglega og ólöglega, en þessi fiskur ratar meðal annars á markaði í Evrópu. Sala veiðileyfa skiluðu Afríku um 400 milljónum dollara í tekjur á árinu 2014 (46 milljörðum ISK). Að dómi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna gætu þessar veiðar skilað ríkjunum 3,3 milljörðum dollara (380 milljörðum ISK) ef þau hefðu yfir að ráða eigin flota sem veiddi þennan fisk og seldi hann til annarra landa.