laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda undirritaður

23. júlí 2008 kl. 17:16

Þann 8. júlí sl. var undirritaður kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda, fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu.  

Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks. Með samningnum eru tryggð sambærileg réttindi og í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.  

Samningurinn hefur verið samþykktur af báðum aðilum.

Þetta kemur fram á vef Starfsgreinasambands Íslands.