föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolgrafafjörður kjaftfullur af síld

30. maí 2013 kl. 11:00

Hvalir og fuglar hafa nóg æti í Kolgrafafirði. (Mynd af vef RÚV).

Fugl og hvalur í mikilli fæðuveislu.

Kolgrafafjörður hefur verið kjaftfullur af síld undanfarið, sagði Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í Kolgrafafirði í samtali við RÚV í morgun.

„Hér er búið að vera þvílíkt sjónarspil dag eftir dag eftir dag. Súla í þúsundum stingur sér alveg botnlaust og hvalir hérna inn um allt. Ég sá síðast í gær eina vöðu af litlum hvölum,“ sagði Bjarni.

Tvívegis í vetur varð mikill síldardauði í firðinum, sem kunnugt er. Rúm tuttugu þúsund tonn af dauðri síld hafa verið urðuð í fjörunni en síðustu daga hefur verið mikið af lifandi síld í firðinum, sagði Bjarni í viðtali í morgunútvarpinu. Bjarni sagði að þó dauða síldin hefði verið urðuð kæmi stundum megn pest af henni. Hann hefur áhyggjur af að síldardauðinn gæti endurtekið sig. 

Sjá nánar á vef RÚV