föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótablað Fiskifrétta komið út

10. september 2009 kl. 09:40

Sérblað um kvóta allra skipa og báta í upphafi fiskveiðiárs 2009/2010 fylgir Fiskifréttum í dag. Kvótablaðið er ýtarlegt uppflettirit fyrir þá sem vilja afla sér upplýsinga um hvernig úthlutaðar aflaheimildir skiptast.

Í blaðinu er auk þess listi yfir 50 stærstu útgerðarfyrirtæki landsins og tilgreindar aflaheimildir þeirra í hverri tegund auk upplýsinga um heildaraflamark útgerða í þorskígildum og hlutfall af heild.

Í blaðinu er að finna lista yfir þá báta sem fá skel- og rækjubætur og töflu yfir kvótahæstu heimahafnir á landinu.

Loks má nefna fróðlega samantekt um hvaða skip og bátar eru skráðir með mestan kvóta í einstökum tegundum og þorskígildum.  

Fiskifréttir ásamt Kvótablaði fylgja Viðskiptablaðinu í dag.