föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótaúthlutun eykst um 2,8% í þorskígildum

1. september 2009 kl. 17:30

Fiskistofa hefur úthlutað alls 259.797 tonnum í þorskígildum talið nú í upphafi nýs fiskveiðiárs og er það tæplega 2,8% aukning frá 2008.

Alls fengu 788 skip úthlutað aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar, þar af eru 456 skip í krókaaflamarkskerfinu. Þetta er 21 skipi fleira en á síðasta fiskveiðiári og er aukningin í krókaaflmarkinu.

Hæst hlutfall úthlutað aflamarks fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík þar á eftir til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum, eins og á síðasta fiskveiðiári. HB Grandi hf. og Brim hf. eru, líkt og í fyrra, stærstu kvótahafarnir.

Nánar um úthlutun á nýju fiskveiðiári á vef Fiskistofu, HÉR