mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnukvótinn lækkaður eftir á

9. maí 2014 kl. 13:46

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Kvótinn á síðustu vertíð fer niður í 111 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðherra hefur lækkað loðnukvótann á síðustu vertíð niður í 111 þúsund tonn sem samsvarar nákvæmlega því sem íslensk skip veiddu á vertíðinni 2103/2014.

Sem kunnut er var búið að gefa út um 128 þúsund tonna loðnukvóta til íslenskra skipa á vertíðinni en ekki náðist að veiða um 16 þúsund tonn. Væntanlega er kvótinn lækkaður nú í þeim tilgangi að ekki verði innheimt veiðigjöld af óveiddum fiski.