þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kynna nútímalegri útfærslu á færavindunni

Pétur Gunnarsson
13. september 2017 kl. 20:40

Hleð spilara...

Slippurinn - DNG kynna nýja færavindu á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár.

Kristján Björn Garðarsson hjá Slippnum DNG segir fréttamanni frá nýrri útgáfu af færavindu fyrirtækisins sem ber heitið C7000i. Að sögn Kristján er vindan talsvert nútímalegri en þær eldri. 

Slippurinn - DNG er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017. Sýningin er haldin dagana 13. til 15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.