föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lækkun veiðigjalds hjá smábátum nam 450 milljónum

24. október 2013 kl. 12:22

Smábátar í höfn á Arnarstapa. (Mynd: Alfons Finnsson.

„Trillukörlum finnst rétt að greiða sanngjarnt veiðigjald,“ segir framkvæmdastjóri LS

Ekki er óvarlegt að reikna með því að lækkun á veiðigjaldi hjá smábátum hafi verið um 450 milljónir króna. Þetta kom fram í máli Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi LS en fjallað er um fundinn í nýjustu Fiskifréttum.

„Nú er hafin vinna við endurskoðun á ákvæði um sérstakt veiðigjald. En eins og menn hafa orðið óþyrmilega varir við á undanförnum mánuðum tekur þessi gjaldtaka verulega í. Einarður málflutningur skilaði sér í lagabreytingu hjá núverandi ríkisstjórn þegar fullt sérstakt veiðigjald var lækkað úr 23,20 krónum á ígildið niður í 7,38 krónur.

Það hefur verið algengur misskilningur aðdáenda gjaldtöku á útgerðina að þar sé andstaða við að greiða veiðigjald. Það get ég staðfest að trillukörlum finnst rétt að greiða sanngjarnt veiðigjald, þeir hafa aftur á móti eins og kollegar þeirra á stærri skipum gagnrýnt að gjaldið skuli ekki taka mið af rekstrinum hjá þeim,“ sagði Örn Pálsson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.