föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Langlífur risi í norðurhöfum

22. september 2015 kl. 14:00

Hákarl veiddur af norsku Hafró.

Norska Hafró rannsakar hákarla fyrir norðan Svalbarða

Norska hafrannsóknastofnunin er nú í sínum árlega leiðangri í Íshafinu norður af Svalbarða. Í þessum leiðöngrum er allt skoðað frá smæstu sjávardýrum upp í stærstu fiska. Meðal nýjunga í ár eru rannsóknir á hákörlum. 

Hákarlinn getur náð allt að fimm metrum að lengd og eru meðal stærstu háffiska sem éta kjöt. Hann er jafnframt stærsti fiskurinn í norðurhöfum. Þá má einnig geta þess að hákarlinn er meðal þeirra dýra í heiminum sem ná hæstum aldri. Hann getur orðið meira en hundrað ára gamall. Sjá nánar á norsku Hafró.